Anna Gyða Gunnlaugsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmyndari.
Ég er hjúkrunarfræðingur að mennt og hef starfað við hjúkrun síðan 1982, lengst af á LSH. Ég lauk BS gráðu í hjúkrun frá Háskóla Íslands 1982, og er með meistaragráðu í hjúkrun frá Johns Hopkins háskóla í Bandaríkjunum frá 1992.
Árið 2010 vildi ég víkka sjóndeildarhringinn og fór að læra ljósmyndun við Ljósmyndaskólann í Reykjavík. Ég lýk náminu á þorra 2014. Að auki lærði ég ljósmyndun um fimm mánaða skeið árið 1980 við lýðháskóla í Svíþjóð (Biskops Arnö), það nám var heimildaljósmyndun (svart-hvít filmuljósmyndun).
Ég hef alltaf haft áhuga á ljósmyndun, stækkaði og framkallaði myndir á unga aldri, sérstaklega á menntaskólaárunum. Eftir námið í Svíþjóð tók ég stundum ljósmyndir fyrir kvenréttindablöðin Veru og 19. júní. Mest hef ég þó tekið myndir fyrir mig sjálfa.
Ég fór í ljósmyndanám meðfram hjúkrunarstarfinu til að geta stundað bæði ljósmyndun og hjúkrun, sem eru mín stærstu áhugamál. Ég vann við hjúkrun á Grænlandi sumarið 2011 og ljósmyndaði það sem fyrir augu bar og gerði bók úr því efni. Hluta sumarsins 2013 van ég á heilsugæslunni í Mývatnssveit og tók mikið af myndum og gerði ljósmyndadagbók. Sumrin 2012 og 2013 vann ég á heilsugæslunni á Kirkjubæjarklaustri og ljósmyndaði í öllum frístundum. Þar varð til hugmynd að lokaverkefni mínu sem ég lauk í febrúar 2014 og heitir Bjarni og kompaní (sjá BÆKUR). Verkefnið fólst í að mynda gömlu smávirkjanirnar í Vestur-Skaftafellssýslu, en bændur þar voru miklir frumkvöðlar hvað varðar gerð vatnsaflsrafstöðva. Þessar virkjanir eru margar hverjar að hverfa, þær bera vitni um merkilegt framfaraskref, hugvit og verkkunnáttu sem mikilvægt er að skrá.
Í framtíðinni mun ég halda áfram að helga hjúkrun og ljósmyndun starfskrafta mína og hæfileika.
HÉR ER HÆGT AÐ NÁ SAMBANDI VIÐ MIG:
Heimilisfang: Sjafnargötu 12; IS 101 Reykjavík; Ísland
Farsími: +354 863 0696
Heimasími: +354 552 6312
Tölvupóstföng: annagydagunn@gmail.com; annagyda@annagyda.is
Vinnustofa: Stúdíó Stillir; Laugavegi 168; IS 105 Reykjavík
Blogg: http://annagyda.is